Þriðjudagur, 4. september 2007
Hveravallaljóð - Gimbra Group Söngurinn
Hoppa kátur út um dyrnar
komið er helgarfrí.
Allt þetta vinnuvesen
bú'nað fá nóg af því.
Samvinnuferðir farnar
og sólin fyrir bí.
Því bruna ég út úr bænum
ævintýrið í.
Bílstjórinn er kona
kost það telja verð.
Fyrst ég fór í svona
feminiska ferð.
Nú skal verða gleði
og glaumur fram á nótt.
Ég er ekki á heimleið aftur
fyrr en ég verð sótt.
Svo förum við til fjalla
fagurt landið er.
Stefnum til Hveravalla
því þar má vera ber.
Óbyggðirnar kalla
og ég verð að gegna þeim.
Ég veit ekki hvort eða hvernig
eða hvenær ég kemst heim.
Brátt svo vinnan bíður
bísna sama er mér.
Fljótt hér tíminn líður
kominn október.
Ég heyri Haffa kalla
með Arngrími í kór.
Ég skelli skollaeyrum
og skola niður bjór.
Höf. JM 2002
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.